Þýskir í vanda

bjorgunarsveit-8Húni segir frá því að Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar úr Skagafirði og Húnavatnssýslu aðstoðuðu í gær þýskt ferðafólk norðan Hofsjökuls.
Fólkið var heilt á húfi, eftir að hafa fest bíl í Tjarnarkvísl, en náði að komast úr bílnum og á bakka árinnar án þess að blotna of mikið. Fólkið var á leið milli Hveravalla og Ingólfsskála, á gömlu Eyfirðingaleið, á óbreyttum pallbíl. Bíllinn er óökufær og var dreginn á Kjalveg en farið var með fólkið á Blönduós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir