Þverárfjallsbjörninn flytur
feykir.is
Skagafjörður
11.06.2010
kl. 08.17
Hvítabjörninn sem felldur var á Þverárfjalli í júní 2008 hefur verið fluttur um set, milli húsa á Aðalgötunni. Úr Náttúrustofu Norðurlands vestra í Gamla barnaskólanum í sýningarsal Byggðasafnsins í Minjahúsið. Þar verður hann til sýnis í allt sumar og á vafalaust eftir að gleðja marga, unga sem aldna.
Minjahúsið var opnað í dag 10. júní og verður húsið framvegis opið frá kl. 13 til 21, alla daga til 20. ágúst. Í húsinu eru sýningar og upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Aðgangur er ókeypis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.