Þuríður á leið til Delhí
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.02.2010
kl. 10.15
Þuríður Harpa er í þessum skrifuðu orðum lögð af stað í sína aðra ferð til Delhí á Indlandi þar sem hún gengst undir stofnfrumumeðferð.
Þuríður Harpa slasaðist í hestaslysi í apríl 2007 og hefur síðan verið lömuð frá brjósti og niður. Þuríður dvaldist í tvo mánuði á Indlandi sl. haust og fékk við þá meðferð virkni í vöðva sem höfðu frá slysinu verið óvirkir með öllu. Hún getur í dag gengið í spelkum með aðstoð.
Líkt og áður mun Þuríður blogga um ferð sína til Delhí og munum við hér á Feyki.is fylgjast með gangi mála.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.