Þurfa að semja við Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Byggðaráð Skagafjarðar lýsti fyrir áramót yfir vilja til þess að taka yfir rekstur heilbrigðisstofnunnar á Sauðárkróki og samkvæmt samtali við Gunnar Braga Sveinsson, formann Byggðaráðs, stendur sá vilji enn. Nú þarf Byggðaráð hins vegar að semja um þau mál við forstöðumann nýrrar Heilbirgðisstofnunar Norðurlands í stað heilbrigðisráðuneytis.
Fulltrúar frá sveitarfélaginu hittu heilbrigðisráðherra skömmu fyrir áramót og viðruðu þá við hann þá hugmynd að sveitarfélagið tæki sjúkrahúsið yfir. Að sögn Gunnars Braga leist ráðherra bara nokkuð vel á hugmyndina en sagði jafnframt að frétta um málið væri að vænta fljótlega á nýju ári.
Málið verður rætt á stjórnarfundi SSNV þann 13. júní en samkvæmt upplýsingum Feykis.is þá munu stofnanirnar á Sauðárkróki og Blönduósi fara undir Akureyri en Hvammstangi undir Akranes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir