Þrjú úr UMSS í úrslit á 1. degi Landsmóts UMFÍ
Keppendur UMSS náðu ágætum árangri á 1. degi Landsmóts UMFÍ í gær, fimmtudaginn 8. júlí. Þrír keppendur UMSS tryggðu sér sæti í úrslitakeppni í 4 greinum.
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, náði lágmarkinu í hástökki kvenna, stökk 1,50m, og varð í 1.-7. sæti í forkeppninni. Þetta er besti árangur sem Þóranna Ósk hefur náð í greininni. Hún keppir í úrslitum á laugardag.
Guðrún Ósk Gestsdóttir varð í 7. sæti í undanrásum 100m grindahlaups kvenna, hljóp á 17,37sek, keppir í úrslitum á sunnudag. Guðrún Ósk komst einnig í úrslit í langstökki kvenna, varð í 11. sæti í forkeppninni með 4,73m, keppir í úrslitum í dag, föstudag.
Theodór Karlsson varð í 8. sæti í forkeppninni í langstökki karla, stökk 6,01m, og keppir í úrslitum í dag, föstudag
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.