Þrír menn dæmdir fyrir ræktun kanabisefna

Þrír menn, einn á sextugsaldri og tveir á þrítugsaldri, voru í Héraðsdómi Norðurlands vestra þann 13.ágúst s.l. dæmdir fyrir að hafa á tímabilinu frá því í september fram til fimmtudagsins 18. desember 2008, staðið að ræktun á 147 kannabisplöntum í bílskúr á Skagaströnd.

Ræktunin var í ágóðaskyni, með ætlaða dreifingu í huga.Við ákvörðun refsingar ákærðu var horft til þess að þeir játuðu skýlaust brot sín. Voru þeir dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk greiðslu sakarkostnaðs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir