Þrír leikir á Greifamótinu um næstu helgi
Meistaraflokkur Tindastóls í körfuknattleik tekur þátt í Greifamótinu í körfubolta um næstu helgi. Meðal andstæðinga liðsins verða tvö úrvalsdeildarlið.
Mótið hefst á föstudag en þá leikur Tindastóll gegn KFÍ. Liðin áttust við um síðustu helgi á Flugfélagsmótinu á Ísafirði og þá sigraði Tindastóll eftir hörkuleik. Á laugardag leikur Tindstóll svo gegn úrvalsdeildarliðum Fjölnis og Breiðabliks.
Útlit er fyrir að Tindastóll verði með sitt sterkasta lið á mótinu ef undan er skilinn Ricky Henderson sem væntanlega kemur ekki til landsins fyrr en í næstu viku. Friðrik Hreinsson, Helgi Freyr Margeirsson og Svavar Atli Birgisson munu nú bætast í hópinn en gátu ekki spilað með liðinu á Ísafirði um síðustu helgi.
Annars lítur leikjaniðurröðunin svona út:
Föstudagur | |||||
Þór | Skallagrímur | 1700-1845 | Höll | ||
Breiðablik | Fjölnir | 1800-1945 | Síðuskóli | ||
KFÍ | Tindastóll | 1945-2130 | Síðuskóli | ||
Laugardagur | |||||
Þór | Breiðablik | 1000-1145 | Síðuskóli | ||
KFÍ | Skallagrímur | 1000-1145 | Höll | ||
Tindastóll | Fjölnir | 1145-1330 | Höll | ||
Þór | KFÍ | 1330-1515 | Höll | ||
Skallagrímur | Fjölnir | 1515-1700 | Höll | ||
Breiðablik | Tindastóll | 1700-1845 | Höll |
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.