Þrír krakkar ur Húnaþingi vestra á úrtaksæfingu fyrir U15 í fótbolta
Á heimasíðu Grunnskóla Húnþings vestra er sagt frá því að þau Ásdís Aþena Magnúsdóttir, Hilmir Rafn Mikaelsson og Sveinn Atli Pétursson, sem öll eru nemendur í 9. bekk skólans, hafi farið á úrtaksæfingu fyrir U15 landslið í fótbolta helgina 27. og 28. október. Var ein æfing haldin hvorn daginn þar sem þjálfarar fylgdust með þeim. Æfingarnar voru kynjaskiptar og sóttu þær 18 ungmenni af hvoru kyni.
Valið verður í landsliðið í lok janúar og er spennandi að sjá hvort krakkarnir komist áfram.
Þeim Sveini og Hilmi var boðið að fara með Fjölni til Spánar á fótboltamót í maí sl. og var ánægja hjá Fjölni með frammistöðu drengjanna á mótinu og þeim boðið að ganga til liðs við liðið sem þeir gerðu. Á vef skólans segjast strákarnir vera spenntir yfir þessu mikla og góða tækifæri sem þeir fá þó það hafi verið dálítið erfitt gagnvart vinum þeirra og tilfinningum gagnvart Kormáki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.