Þriggja ára Húnar

Björgunarsveitin Húnar fagnar þriggja ára afmæli sínu í dag en 24.febrúar 2007 var skrifað undir samning í Borgarvirki um sameiningu Flugbjörgunarsveitar V-Hún og Björgunarsveitarinnar Káraborgar.

Markmið með sameiningu sveitanna var að stofna eina björgunarsveit í Húnaþingi-vestra, Bæjarhreppi og Strandarbyggð að Bitrufjarðarbotni sem væri betur í stakk búin en eldri sveitirnar  að takast á við þau verkefni, sem til kynnu að falla.

Björgunarstöðvar Húna eru tvær, Húnabúð sem stendur við Höfðabraut 30 á Hvammstanga og  Reykjaborg sem staðsett er rétt ofan við þorpið á Laugarbakka í Miðfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir