Þrettándi var Kertasníkir
feykir.is
Gagnlausa Hornið
24.12.2008
kl. 10.30
Jæja, nú er komið að því að síðasti jólasveinninn komi til byggða og það gerði hann í nótt. Þorsteinn Broddason hefur gert þá bræður skoplega í teikningum sínum hér á Feykir.is.
Þrettándi var Kertasníkir,
-þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.
Hann elti litlu börnin,
sem brostu glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.
Jóhannes úr Kötlum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.