Þráinn annar besti matreiðslumeistari Norðurlanda
feykir.is
Skagafjörður
09.05.2009
kl. 18.04
Þráinn Vigfússon, króksari með meiru, varð rétt í þessu annar í keppninni um besta matreiðslumeistara Norðurlanda en keppnin fór að þessu sinni fram í Reykjavík í tengslum við sýninguna Ferðalög og frístundir sem fram fer í Laugadagshöll.
Það var Norðmaður sem þótti bestur kokka en Þráinn kom fast á hæla hans. Þráinn hefur áður náð langt í matreiðslukeppnum en hann hampaði titlinum matreiðslumaður ársins á Íslandi árið 2007. Feykir.is náði ekki sambandi við Þráin en óskar honum og fjölskyldu hans til hamingju með árangurinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.