Þórunn í krókódílsbúning

Þórunn kallar ekki allt ömmu sína. Myndin er hrikalega stolin.

Þórunn Sveinsdóttir fór með 3. flokk kvenna í knattspyrnu á  Gothia cup í Svíþjóð á dögunum. Lofaði Þórunn stelpunum að ef þær kæmust í 16 liða úrslit myndi hún mæta í krókódílsbúning á næsta heimaleik þeirra.

Það er skemmst frá því að segja að stúlkurnar komust í 16 liða úrslit og í kvöld mun Þórunn mæta á leik hjá stelpunum og skemmta þeim og áhorfendum með því að dansa, íklædd áðurnefndum búningi,  klappstýrudansa á meðan á leik stendur. Við hvetjum alla til að mæta og hvetja stelpurnar með Þórunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir