Þorrablót í Sólgarðaskóla
feykir.is
Skagafjörður
26.01.2010
kl. 08.30
Í gær var haldið þorrablót í Sólgarðaskóla, fyrir nemendur og starfsfólk grunnskólans og leikskólans. Bragðlaukarnir voru æfðir á alls kyns kjarngóðum íslenskum mat, bæði súrum og reyktum, af ýmsu tagi.
Undir borðum voru hópar teknir upp og beðnir að velja lög og syngja forsöng, og þá glumdu þróttmiklir vetrarsöngvar um Flókadalinn.
Kári í jötunmóð lætur líka heyra í sér hér og þar úti, en þó einhverjir fykju fyrir horn á leiðinni út þá er reiknað með að allir sleppi heim, enda stendur íslenskur þorramatur vel með manni.
Texti og myndir: Arnþrúður Heimisdóttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.