Þorrablót á Vallabóli

Á leikskólanum Vallabóli í Húnavatnshreppi var þorrinn blótaður fyrir helgi  af gömlum og góðum sið. Fengu krakkarnir þjóðlegan og góðan mat í hádeginu.

Á heimasíðu leikskólans er sagt frá því að boðið var upp á súrmat, hangikjöt, harðfisk, hákarl og ýmislegt fleira í hádeginu.  Svo var þorraþrællinn sunginn, dansað og tjúttað eins og venjan er á þorrablótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir