Þorbjörg vann í eldvaranargetraun

Nú í morgun mætti Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarðar hlaðinn gjöfum og viðurkenningaskjali í 3. bekk Árskóla og veitti Þorbjörgu Ingvarsdóttir sem var svo heppin að vera dregin út sem vinningshafi.

Í eldvarnarviku sem haldin var á aðventu heimsóttu slökkviliðsmenn í Skagafirði Árskóla og fræddu krakka um eldvarnir og lögðu fyrir þau ýmis verkefni sem þau skiluðu inn í keppni sem haldin var á landsvísu. Þorbjörg var svo heppin að vera dregin út og óskum við henni til hamingju. Til að fólk glöggvi sig betur á Þorbjörgu er hún dóttir Einarínu Einarsdóttur og fósturdóttir Stefáns Reynissonar á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir