Þórarinn og Kraftur saman á ný
Einar Öder Magnússon, nýr landsliðseinvaldur, kynnti landsliðið í hestaíþróttum í gær. Að þessu sinni eru í liðinu 19 keppendur, þar af fjórir handhafar heimsmeistaratitla tveir þeirra Skagfirðingar. Það eru þeir Þórarinn Eymundsson og Jóhann Skúlason
Heimsmeistaramóti íslenska hestsins er haldið annað hvert ár en á síðasta landsmóti komu þeir félagar Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu sáu og sigruðu á mótinu. Það er því gaman frá því að segja að Þórarinn mun mæta til Brunnadern í Sviss í byrjun ágúst.
Þá mun Jóhann Skúlason, núverandi heimsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum keppa á Hvin frá Holtsmúla.
Gaman er að segja frá því að Kraftur á sína eigin heimasíðu í Svíþjóð en hana má finna hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.