Þóranna Ósk frjálsíþróttamaður mánaðarins á Silfrinu
Frjálsíþróttamaður ágústmánaðar á vefsíðunni Silfrið.is er Skagfirðingurinn Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sem keppir undir merkjum Tindastóls og UMSS. Segir á síðunni, sem fjallar einkum um frjálsíþróttir, að þessi knái hástökkvari hafi staðið sig afar vel í sumar, en hún hefur bætt sig um 5 sm og er nú í komin 6.-7. sæti afrekalistans frá upphafi.
Þóranna lenti í þriðja sæti á Smáþjóðameistaramótinu í Liechtenstein í júní. Í júlí varð hún svo Íslandsmeistari á heimavelli ásamt því að verða Bikarmeistari eftir harða keppni við Maríu Rún Gunnlaugsdóttur. Á Bikarkeppninni fór Þóranna í fyrsta skipti yfir 1,77m og lék hún það eftir á Norðurlandameistaramótinu í Svíþjóð fyrr í mánuðinum þegar hún lenti í 5. sæti.
Á síðunni svarar hún laufléttum spurningum og meðal annars því hvernig hún gírar sig upp fyrir keppni? „Sofa og borða vel. Ná hausnum á réttan stað, þegar ég byrja að hita upp kemst ég svo almennilega í gírinn og hlakka bara til að byrja stökkva,“ svarar hún.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.