Þjóðvegur 1 um Húnavatnssýslur nánast hættulegur

Á ársþingi SSNV sem fram fór í Miðgarði nú um helgina voru samgöngumál mikið rædd og sendi þingið frá sér ályktun þar sem fram kom að þjóðvegur 1 í gegnum Húnavatnssýslur þoli ekki þá umferð sem um hann er. Vegurinn sé of mjór og beinlýnis orðin hættulegur. Brýnt sé að ráðast strax í viðhald vegarins.
Jafnframt beindi fundurinn þeim tilmælum til Samgönguráðherra að hugað verði að því að lækka þjóðveginn um Holtavörðuheiði auk þess sem óskað var eftir því að héraðsvegir verði malbikaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir