Þjóðfundur á Norðurlandi vestra
Á morgun, laugardaginn 13. febrúar, er röðin komin að Norðurlandi vestra í fundarröð um Sóknaráætlun 20/20. Fundurinn verður haldinn í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra með svipuðu sniði og þjóðfundurinn sem haldinn var í Reykjavík í nóvember síðastliðnum.
Fundurinn er ekki opinn en til hans er boðað með bréfi sem sent hefur verið til einstaklinga og hagsmunaaðila á svæðinu, en íbúar eru boðaðir samkvæmt úrtaki úr þjóðskrá. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra aðstoða við framkvæmd fundarins og vinnu að Sóknaráætluninni ásamt ráðgjafafyrirtækinu Expectus.
Á fundinum er ætlunin að leita eftir hugmyndum heimamanna sem lagðar verða til grundvallar við gerð sóknaráætlunar fyrir landshlutann. Fundurinn hefst kl. 10:00 en áætlað er að honum muni ljúka um kl. 16:00.
Nánari upplýsingar um fundinn veita:
Anna Margrét Guðjónsdóttir, sími 694 3774 og Jón Óskar Pétursson, sími 455 2510.
Nánari upplýsingar um Sóknaráætlun 20/20 má finna á vefslóðinni: www.island.is/endurreisn/soknaraetlun-islands
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.