Þingmenn Framsóknar á ferðinni um helgina
Gunnar Bragi Sveinsson alþingismaður og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson varaþingmaður Framsóknarflokksins verða á ferðinni í Norðvesturkjördæmi um helgina og ræða við kjósendur á almennum stjórnmálafundum sem opnir eru öllum.
Á laugardag 6. febrúar verða þeir á Staðarflöt í Hrútafirði og hefst fundur klukkan 12.00. Á sunnudag er ferðinni heitið í Framsóknarhúsið á Sauðárkróki og hefst sá fundur kl.20.30 og svo enda þeir félagar ferðina á Pottinum og Pönnunni á Blönduósi mánudaginn 8.febrúar kl.12.00
Þingmennirnir verða með stuttar framsögur og svara svo spurningum fundarmanna. Allir eru kvattir til að mæta og ræða við þá félaga. Boðið verður upp á súpu og brauð á hádegisfundum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.