Þessu getum við ekki unað - Alls ekki
Einar Kristinn Guðfinnsson segir í aðsendri grein um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu á Feyk.is að það geri sér allir grein fyrir að draga þurfi saman seglin. Marg oft hefur komið fram hjá heimamönnum að þeir séu tilbúnir að taka á sig lægri fjárframlög, eins og aðrir. En menn kalla eftir sanngirni og réttlæti.
Í niðurlagi greinar sinnar segir Einar; -Það hafa ekki verið sett fram nein sannfærandi rök úr heilbrigðisráðuneytinu fyrir því að standa þannig að málum að þessar tvær stofnanir taki á sig svona mikinn niðurskurð. Mun meiri niðurskurð en aðrar stofnanir. Allt tal um að ekki eigi að skera niður flatt er í þessu tilviki skálkaskjól til þess að skera niður með óeðlilegum hætti á þessum mikilvægum heilbrigðisstofnunum, sem þar að auki eru svo gríðarlega mikilvægar stoðir í byggðunum, ekki síst í atvinnulegu tilliti.
Það er þessu sem við mótmælum og það er þessu sem við getum ekki unað. Alls ekki.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.