Þekkingarsetur á Hvammstanga

Stofnfundur Þekkingarsetursins á Hvammstanga var haldinn í gær og hófst hann á málþingi þar sem nokkrir af samstarfsaðilum sögðu frá starfsemi sinni og frá möguleikum sem samstarfið býður upp á.

Verkefnisstjóri Þekkingarsetursins er Helga Hinriksdóttir og er verkefnið styrkt af Vaxtarsamningi Norðulands vestra. Nú þegar er eitt verkefni komið af stað hjá Þekkingarsetrinu en það er einskonar matarsmiðja sem hefur hlotið nafnið Matarvirki.

Meðfylgjandi mynd sýnir fulltrúa samstarfsaðila sem mættu á stofnfundinn í dag.

Efri röð frá vinstri: Magnús Freyr Jónsson Sláturhús KVH, Ágúst Sigurðsson Landbúnaðarháskóla Íslands, Karl Friðriksson Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Gunnar Ríkharðsson Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda, Sigurður Guðjónsson Veiðimálastofnun, Jón F. Hjartarson Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, Þorsteinn Sæmundsson Náttúrustofu Norðurlands vestra, Rögnvaldur Ólafsson Háskóla Íslands,

Fremri röð frá vinstri: Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir Selasetri Íslands, Elín R. Líndal Forsvar, Jón Óskar Pétursson SSNV, Reimar Marteinsson Kaupfélagi V-Hún, Skúli Þórðarsson Húnaþingi vestra, Skúli Skúlason Hólaskóla, Erlendur Steinar Friðriksson Háskólanum á Akureyri, Helga Hinriksdóttir Þekkingarsetrið á Hvammstanga, Bryndís Kristín Þráinsdóttir Farskólanum. Myndina tók Bjarni Þór Einarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir