Þak fauk af í heilu lagi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
04.12.2009
kl. 08.56
Vonskuveður var víða á Norðurlandi í vikunni en á Skagaströnd fauk þak af húsi á miðvikudag. Mældist stöðugur vindhraði á höfninni 39 metrar þegar veðrið var verst.
Þrátt fyrir þetta stórviðri varð ekki tjón á bátum í höfninni en þak fauk í heilu lagi af litlu sumarhúsi sem reist var í nýlega í útjaðri bæjarins. Sennilegt þykir að dyrnar á húsinu, sem sneru beint upp í vindinn, hafi fokið upp og við það hafi vindurinn sprengt þakið af í heilu lagi. Þakið lenti svo á túninu um það bil tíu metra frá húsinu.
Ekki urðu slys á mönnum né frekari skemmdir á mannvirkjum við þetta óhapp
/mbl.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.