Það snjóar og snjóar

Það heldur áfram að snjóa og myndu sumir segja að nú væri komið gott á meðan sleða- og skíðafólk kætist. Spáin gerir ráð fyrir norðaustan 15-20 m/s á Ströndum og annesjum, annars mun hægari, en 8-15 um hádegi, hvassast við sjóinn.
Snjókoma í fyrstu og síðan éljagangur í dag og á morgun. Frost 3 til 11 stig, minnst við ströndina.
Hvað færð á vegum varðar þá er hálka, skafrenningur, þæfingur og snjór á vegum og því um að gera að fara að öllu með gát og hafa samband við Vegagerðina sé íhugað að leggja í langferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir