Það er vatn í lauginni

1. sundspretturinn tekinn. Mynd. Einar Kolbeinsson

Húnahornið segir fá því að í gær var í fyrsta sinn látið renna vatn í nýju sundlaugina á Blönduósi. Var það gert  til þess að athuga hvort laugin leki nokkuð áður en flísarnar eru settar á.
Svona verður þetta fram yfir helgi. Fyrstur til að stinga sér til sunds var starfsmaður Stíganda, hann Björn Sindri Eiríksson. Kaldur var spretturinn en hressandi þó.

Nú er bara að vona að gæsir og álftir haldi ekki að þarna sé komin ný tjörn til að svamla í og við. Hér fylgja nokkrar myndir af verkstað en nú standa yfir framkvæmdir við nýjan þreksal ofan á núverandi anddyri og hafin er uppsetning á glergangi framan við búningskrefana.

Laugin verður þó ekki tekin í notkun fyrr en á næsta ári en ljóst er að Blönduósingar og nærsveitamenn bíða spenntir eftir nýrri sundlaug.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir