Það er kominn vetur

Vonskuveður hefur verið á norðvesturlandi síðan um miðjan dag í gær en ekki er gert ráð fyrir að lægi fyrr en undir kvöld. Spáin gerir ráð fyrir norðan 15-23 m/s og snjókomu, en norðaustan 13-20 seinnipartinn og úrkomumina. Hægari á morgun og dálítil él. Vægt frost.
Hvað færð á vegum varðar þá er verið að moka Þverárfjallið en ófært er yfir Öxnadalsheiði. Þá er þæfingsfærð á Vatnsskarði á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks og fyrir Skaga. Hálka er á öllum leiðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir