Þá ljóma ljósin skær

 

Alfreð með afabarnið Halldór Björke Helgason

Þegar líður að jólum og fólk að komast í jólaskapið ljóma ljósin skær. Alfreð Guðmundsson á Sauðárkróki sendi Feyki.is jólaljóð sem fangar stemninguna.

 

Kætist fólk er koma jólin,
kotin prýdd með ljósum.
Svífur hátíð yfir hólinn,
hana öll við kjósum.

Jólagjafir gefum þá,
góðu lögin óma.
Helgisöngva hlustum á,
hjörtun fyllast ljóma.

 
 

Þá ljóma ljósin skær,
Þá lifna hjörtun kær.
Barnið góðar gjafir fær,
Já , góð eru jól, já , góð eru jólin.

 
Fögnum jólum, klukkum klingjum,
keikur loginn lifir.
Lofum jésú, sálma syngjum,
sælan tekur yfir .

Frelsis stundin friðsæl er,
friðar jól skal lofa .
Glaður oft þá gleymi mér,
er glitrar stjarna á kofa.

 
Þá ljóma ljósin skær,
Þá lifna hjörtun kær.
Barnið góðar gjafir fær,
Já, góð eru jól, já, góð eru jólin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir