Textílfélagið sýnir ,,Þverskurð 2” í Gamla kaupfélaginu á Skagaströnd.

textilfelagidTexílsýningin ,,Þverskurður 2” verður opnuð í sýningarsal Ness listamiðstöðvar í Gamla kaufélaginu á Skagaströnd sunnudaginn 6. september kl. 15:00.

 

Textílfélagið, sem er félag textíllistamanna og hönnuða, fagnar 35 ára afmæli á þessu ári. Sýningin í Gamla kaupfélaginu er liður í sýningarröð sem félagið stendur fyrir af því tilefni, með þeim tilgangi að kynna verk félagsmanna fyrir landsmönnum. Þáttakendur sýningarinnar eru bæði hönnuðir og textíllistamenn sem vinna í ólík efni með mismundandi aðferðum og eru verkin á sýningunni þverskurður þess sem er að gerast innan textíllistar í landinu.

 

Styrktaraðilar sýningarinnar eru Menningarráð Norðurlands vestra og Minningarsjóður um hjónin frá Garði og Vindhæli.

 

Sýningin stendur frá 6-27. september og er opin um helgar frá 13-17 og á virkum dögum eftir samkomulagi í síma 452 2816 og eru allir velkomnir að skoða sýninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir