Telja sig hafa fundið sútunarhús á Hólum

Rúv.is segir frá því að fornleifafræðingar telja sig hafa fundið sútunarhús prentsmiðju Guðbrands biskups Þorlákssonar á Hólum í Hjaltadal, en í húsinu var líklega sútað leður til bókagerðar. Í sútunarhúsinu er búið að finna leður og innflutta eik.

 

Í fréttinni segir að saga prentlistar sé samofin Hólum, í margar aldir var eina prentvélin á Ísland í eigu Hóla, hún var keypt til landsins 1530. Guðbrandsbiblía var prentuð 1584. Fornleifafræðingar hafa grafið á Hólum í nokkur ár og fundið meðal annars sjálft prenthúsið, þá hefur verið grafið niður á hús sem tengjast sjálfri prentsmiðjunni, og nú er sútunarhúsið sem sagt líklega komið í ljós.

 

Ragnheiður Traustadóttir stýrir uppgreftrinum á Hólum. Hún segir að svo virðist sem sútunarhúsið hafi tilheyrt sjálfu prenthúsinu.

 

/sk.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir