Telja að gamli bærinn á Blönduósi sé perla sem hægt sé að gera meira með

Séð yfir gamla bæinn á Blönduósi. MYND: ÓAB
Séð yfir gamla bæinn á Blönduósi. MYND: ÓAB

Húnahornið segir af því að Húnvetningurinn Reynir Finndal Grétarsson hafi áhuga á að eignast fasteignir í gamla bænum á Blönduósi og hann vinni að því að kaupa Aðalgötu 6 þar sem Hótel Blanda er og tvær íbúðir á Aðalgötu 8, í húsi sem heitir Helgafell. Hótelið hefur ekki verið í rekstri undanfarin misseri en eignarhaldsfélag sem átti húsið var úrskurðað gjaldþrota fyrir rúmu ári síðan.

Fram kemur í fréttinni að ef Reynir eignast hótelið ætlar hann að opna það aftur og stækka.„Félag sem ég á er að vinna í því að kaupa hótelið og einhverjar fleiri eignir í gamla bænum. Hugmyndin er sú að opna hótelið aftur, en reyna að stækka það með viðbyggingu eða með því að gera herbergi í nærliggjandi húsnæði,“ hefur Húnahornið eftir Reyni sem segir jafnframt að þau sem eru með honum í þessu telji að gamli bærinn á Blönduósi sé perla sem hægt er að gera meira með.

Sjá nánar á Húni.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir