Tap í Borganesi
Skallagrímur 3 - Tindastóll 2
Tindastólsmenn höfðu leikið 3 leiki í deildinni, sigrað þá alla, skorað 11 mörk og ekki fengið á sig eitt einasta mark. Borgnesingar höfðu hinsvegar ekki byrjað vel og voru með eitt stig eftir tvo leiki.
Tindastóll fór án margar lykilmanna í Borgarnes, má m.a. nefna þá Bjarka Má, Simma, Kára, Pálma, Árna Arnars, Arnar Sig, og Kristinn Aron sem ekki voru með liðinu. Stefán Arnar kom hinsvegar inn í hópinn eftir langa fjarveru.
Byrjunarlið Tindastóls í dag: Arnar Magnús, Konni, Donni, Böddi, Loftur, Árni Einar, Atli, Jói, Alli, Ingvi og Sjonni.
Leikmenn Tindastóls komu alls ekki tilbúnir í þennan leik og voru mjög værukærir. Hugsanlega eitthvað vanmat en það er ekki í boði hvorki í þessari deild né annari.
Tindastólsliðið var sterkara en það voru heimamenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins sem var að vísu algerlega ólöglegt. Böddi var að skalla boltann til baka til Arnars Magnúsar þegar sóknarmaður Skallagríms ýtti hraustlega á bakið á honum þannig að henn þeyttist á markvörð okkar sem missti boltann og var eftileikurinn auðveldur. Ótrúlegt að dómari leiksins og aðstoðardómari skildu ekki sjá þetta atvik ekki en þeir voru greinilega að hugsa um eitthvað allt annað eins og svo oft í leiknum.
Ingvi Hrannar jafnaði fyrir Tindastól með góðu skallamarki eftir sendingu frá Árna Einari. Skallagrímsmenn komast yfir eftir varnarmistök okkar og er staðan 2-1 í hálfleik.
Tindastólsmenn áttu margar sóknir en inn vildi boltinn alls ekki. Það voru hinsvegar Skallagrímsmenn sem skoruð sitt þriðja mark eftir að hafa komist í sitt fjórða alvöru færi í leiknum og komust í 3-1. Það var ekki fyrir en langt var liðið á leikinn að Árni Einar skoraði og breytti stöðunni í 3-2. Lengra komst liðið ekki og tapaði sínum fyrsta leik.
Vörn Tindastóls var ekki með á nótunum í leiknum, það sama má eiginlega segja um miðjuna sem skapaði lítið sem ekkert. Sóknin var bitlaus og þessar flottu sóknir sem sést hafa hjá liðinu í undanförnum leikjum sáust alls ekki.
Varamenn sem komu inná voru: Snorri, Kristmar, Guðni og Stefán Arnar. Og má segja að vondur dagur hafi verið hjá öllu liðinu.
Tindastólsliðið á heimaleik næst gegn liði Léttis, kl.14:00 Sunnudaginn 20 júní n.k. og eiga þeir eflaust eftir að koma alveg brjálaðir í þann leik.
/tindastoll.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.