Tap hjá Tindastól í fótboltanum
Tindastóll tapaði um helgina fyrir Gróttu í Lengjubikarnum 0 -3. Á heimasíðu Tindastóls segir að leikurinn hafi í sjálfu sér verið ágætur hjá okkar mönnum og þar hafi margir ungir leikmenn fengið tækifæri.
Svona lýsa Tindastólsmenn leiknum; -Leikurinn var í sjálfum sér ágætur hjá okkar mönnum. Sterkir póstar voru í Gróttuliðinu en staðan var lengi 0-1 og það var ekki fyrr en þegar vel var liðið á leikinn að Grótta setti tvö mörk og kláraði leikinn.
Það voru margir ungir leikmenn sem fengu sitt tækifæri í leiknum og margir jákvæðir punktar.
Byrjunarlið Tindastóls: Gísli Sveinsson, Bjarki Már, Valli, Þórður Karl, Hallgrímur, Böddi, Árni Einar, Árni Arnars, Konni, Atli Arnars og Bjarni Smári.
Þeir sem komu inn af bekknum voru Simmi, Loftur Páll, Gunnar Stefán, Kári og Brynjar.
Margir sterkir leikmenn voru hvíldir og þar má td. nefna: Stefán Vagn, Stefán Arnar, Alla, Pálma, Gumma, Fannar Örn, Ingvi Hrannar og Sævar. Þá eru þeir Snorri Geir, Fannar Freyr og Arnar Skúli að kljást við meiðsli og tóku ekki þátt í leiknum. Von er á þeim Fannari og Arnari Skúla til baka fljótlega.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.