Tap á móti sterkum Grindvíkingum

Stelpurnar okkar í Tindastól hafa staðið sig vel í VISA bikarnum og í gærkveldi tóku þær á móti úrvaldsdeildarliði Grindavíkur á Sauðárkróksvelli. 

Grindavíkurliðið var sterkara á flestum sviðum og úrslit leiksins engin tilviljun.  Grindavíkurliðið var skipað sterkum stelpum og á bekknum voru landsliðsleikmenn sem fylgdust með.

Tindastólsliðið sýndi þó ágætan karakter og gáfust ekki upp þrátt fyrir töluverðan liðsmun.  Staðan í hálfleik var 0-2 en undir lok leiksins duttu inn nokkur mörk og það var ljóst að okkar stelpur voru orðnar þreyttar eftir langa Landsbankamótshelgi og leikjaálag undanfarna daga.

Grindavíkurstelpur skoruðu öll mörk leiksins, fimm fyrir sitt lið og eitt sjálfsmark

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir