Tap á Gothia Cup
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.07.2009
kl. 15.08
Stúlkurnar úr Tindastóli sem hafa verið að keppa á Gothia Cup alþjóðlegu fótboltamóti í Svíþjóð fengu verðugan andstæðing í morgun í 16 liða úrslitum.
Eftir frækilega frammistöðu í undankeppninni fengu þær skell í morgun þegar þær töpuðu 7-0 á móti geysisterku liði Eskilstuna United DFF frá Svíþjóð og eru því úr leik. Þrátt fyrir tapið ríkir góð stemning í hópnum enda búið að vera mjög skemmtilegt. Mótinu lýkur á morgun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.