Talsverð fækkun á atvinnuleysisskrá
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.09.2009
kl. 08.34
Í dag 9. september eru 88 einstaklingar að einhverju eða öllu leyti án atvinnu á Norðurlandi vestra og er þetta lægsta tala sem sést hefur frá því snemma á árinu.
Þá eru enn auglýst laus störf til umsóknar á starfatorgi Vinnumálastofnunar auk þess sem störf hafa verið auglýst í dagblöðum og auglýsingapésum svo það lítur út fyrir að einhver hreyfing sé á atvinnulífinu á þessu svæði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.