Takmarkinu náð hjá landnámshænunni
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
29.01.2010
kl. 08.32
Vefur landnámshænunnar á Tjörn náði því fyrir áramót að fá yfir 12000 heimsóknir á síðasta ári sem verður að teljast einstaklega góður árangur miðað við það afmarkaða efni sem í boði er.
Á vefnum islenskarhaenur.is segir að í lok október hafi vantað rúml. 380 innlit á heimasíðuna til að ná 12000 heimsóknum fyrir áramót og fannst Júlíusi bónda það nokkur bjartsýni að þeim áfanga yrði náð. „...en viti menn, þann 22. desember sl. náðist þetta og teljarinn sýndi töluna 12000 þegar ég fór inná síðuna um kaffileytið til að setja inn jólakveðjuna til ykkar.“ Ýmis fróðleikur leynist um íslensku landnámshænuna á síðunni og greinilegt að hún vekur alltaf forvitni landans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.