Takk fyrir traustið !

Ásbjörn Óttarsson 1. þingmaður kjördæmisins

 

 

Ég vil  óska þeim mótframbjóðendum sem komust inn á þing til hamingju og vænti ég góðs samstarfs við þá.  Jafnframt vil ég þakka meðframbjóðendum mínum fyrir frábært samstarf og þá miklu vinnu sem þeir lögðu á sig.  Ljóst er að úrslit í NV- kjördæmi eru varnarsigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þar fengum við flest atkvæði og erum þar í forystu þrátt fyrir að hart væri sótt að okkur. 

Ég vil þakka öllu þeim er studdu Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum fyrir stuðninginn og ég mun gera mitt besta til að standa undir því trausti.  Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu sem lögðu mikla vinnu á sig í kosningabaráttunni kærlega fyrir þeirra framlag, án þeirra hefði þessi árangur ekki náðst.

Ég tel mikilvægt að loknum kosningum snúi menn bökum saman hvar í flokki sem menn eru og gangi í þau mikilvægu verkefni sem framundan eru, ekki mun standa á mér. 

Ásbjörn Óttarsson - Rifi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir