TAKK FYRIR STUÐNINGINN !

Úrslit alþingiskosninganna eru góður sigur fyrir framsóknarmenn og aðra er studdu flokkinn. Flokkurinn bætir við sig nærri fjórum prósentustigum og einum manni í  Norðvesturkjördæmi.  Sigurinn má þakka mikilli vinnu fjölda fólks en sérstaklega vil ég þakka öllu því unga fólki sem lagði mikið á sig til að árangur næðist.

Framundan eru erfiðir en spennandi tímar þar sem verkefnin verða leyst með samvinnu og raunhæfum lausnum.  Þar mun Framsóknarflokkurinn gegna lykilhlutverki.

Ég vil þakka starfsmönnum Framsóknarflokksins, frambjóðendum, stuðningsmönnum og öllum þeim er tryggðu þennan góða árangur flokksins.

Gunnar Bragi Sveinsson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir