Taiwo Badmus til liðs við Tindastólsmenn

Taiwo Badmus. MYND AF NETINU
Taiwo Badmus. MYND AF NETINU

Í gær greindi Feykir frá því að Sigtryggur Arnar hefði skrifað undir árssamning við lið Tindastóls og í dag getum við sagt frá því að körfuknattleiksdeild Tindastóls hafi sömuleiðis samið við Taiwo Badmus um að leika með liðinu næsta tímabil. Samkvæmt tilkynningu frá Stólunum er Taiwo 28 ára gamall, 200 sm á hæð og mikill íþróttamaður.

Hann er með breskt-írskt vegabréf og kemur því til liðsins sem Bosmaður. Taiwo lék síðast með Leyma Basquet Coruna sem er sama lið og Sigtryggur Arnar Björnsson lék með í lok síðasta tímabils í spænsku LEB Oro deildinni. Taiwo hefur einnig verið hluti af írska landsliðinu síðustu ár.

„Við hjá Tindastóli bindum miklar vonir við kappann og vonumst eftir honum á parketið í Síkinu þegar líður á ágúst,“ segir í tilkynningunni en hér að neðan er hlekkur á myndskeið sem sýnir Taiwo leika listir sínar.

MYNDSKEIÐ Á YOUTUBE >

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir