Tæplega helmingur starfsmanna Fæðingaorlofssjóðs í Framboði
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
29.04.2010
kl. 14.30
Það eru að líkindum líflegar stjórnmálaumræður á kaffistofu Fæðingaorlofssjóðs þessa dagana enda 5 af 12 starfsmönnum sjóðsins í framboði fyrir þrjú framboð í Húnaþingi vestra.
Þetta eru þau Leó Örn Þorleifsson og Sigurbjörg Jóhannsdóttir sem eru númer 1 og 2 hjá Sjálfstæðisflokk og óháðum. Ragnar Smári Helgason og Anna María Elíasdóttir númer 2 og 3 hjá Framsókn og Elín Jóna Rósinberg sem leiðir lista Samfylkingar og óháðra.
Spurning hvort framboðsfundirnir fari ekki bara fram í húsnæði Fæðingaorlofssjóðs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.