Tæplega 700 refir og minkar veiddir á síðasta ári

Frá Sauðárkróki

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar mótmælti á fundi sínum á dögunum harðlega fyrirhuguðum niðurskurði ríkisins á endurgreiðslu til refaveiða. Þá bendir nefndin  á, að á síðustu árum hefur ríkið fengið umtalsvert hærri upphæð í greiðslu virðisaukaskatts frá veiðimönnum vegna refaveiða en nemur þeim styrk, sem ríkið hefur lagt til veiðanna.
Með hliðsjón af þeirri miklu þörf sem er á veiðunum, leggur landbúnaðarnefnd til að ríkið haldi áfram endurgreiðslu tilrefaveiða og borgi þá ekki minna en sem nemur virðisaukaskatti af veiðunum, þannig að ríkið hagnist ekki á veiðunum: Þá samþykkti nefndin að  beina því til Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún sjái sér fært að veita sömu upphæð til refa og minkaveiða eða kr. 5 millj. + verðbætur fyrir árið 2010.

Á sama fundi var lögð fram skýrsla um veiðar á ref og mink frá 1. sept. 2008 - 31. ágúst 2009, sem send var Umhverfisstofnun.
 
Refaveiðar: Veidd 148 fullorðin grendýr, 159 hvolpar og 83 hlaupadýr. Samtals 390 dýr, kostn. kr. 4.117.601
 
Minkaveiðar: Veidd 154 fullorðin dýr og 146 hvolpar. Samtals 300 dýr, kostnaður kr. 1.587.541

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir