Tæpar 107 milljónir til Skagafjarðar úr Jöfnunarsjóði

Sveitarfélagið Skagafjörður fær úthlutaðar tæpar 104 milljónir króna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og Akrahreppur rúmar þrjár samkvæmt tillögu sem ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur sent  Kristjáni Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Ráðherrann hefur samþykkt tillögu nefndarinnar sem ætluð er sem  framlag sjóðsins til jöfnunar á tekjutapi einstakra sveitarfélaga á árinu 2010 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti. Við tillögugerðina er tekið mið af nýju fasteignamati er tók gildi 31. desember hvað íbúðarhúsnæði í sveitarfélögum varðar.

Áætluð fjárþörf Svf. Skagafjarðar er kr. 191.595.050- og Akrahrepps kr. 5.607.794- en Jöfnunarsjóður mun greiða 60% framlaganna fyrirfram mánuðina febrúar til júní.

Áætluð heildarúthlutun framlaganna í ár nemur  2.574,5 milljónum króna.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir