Sýslumaðurinn á Sauðárkróki braut ekki á yfirlögregluþjóni
Á Vísi.is kemur fram að Sýslumaðurinn á Sauðárkróki braut ekki á yfirlögregluþjóni með því að veita honum formlega áminningu fyrir brot í starfi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur.
Áminninguna veitti Ríkarður Másson sýslumaður Birni Mikaelssyni yfirlögregluþjóni í desember í fyrra. Björn taldi engan grundvöll fyrir áminningunni. Hún væri mjög íþyngjandi fyrir hann og gæti leitt til þess að hann missti lífsviðurværi sitt.
Héraðsdómur telur hins vegar að fjórir af sex liðum sem sýslumaður taldi upp væru tilefni til áminningar. Björn hafi sagt aðstoðar¬yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra að einn þriggja umsækjenda um varðstjórastöðu glímdi við geðræn vandamál, hann hafi í sjóvarpsviðtali beint tilmælum til ökumanna um að aka ekki „mikið yfir þriggja stafa töluna" þótt hámarkshraði sé 90 kílómetrar á klukkustund og hann hafi dregið úr hömlu að ljúka rannsókn tveggja mála sem vörðuðu líkamsárás og hótun. Þá hafi Björn ekki framfylgt umferðar¬átaki á fullnægjandi hátt.
Lögmaður Björns mun nú vera að íhuga hvort dómnum verður áfrýjað. Aðeins mun vera um eitt ár þar til Björn fer á eftirlaun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.