Svikapóstur á Króknum
feykir.is
Skagafjörður
23.02.2010
kl. 08.52
Lögreglan á Sauðárkróki hefur fengið tilkynningu frá íbúa í bænum sem fékk bréf sent með pósti þar sem viðkomandi er kynnt að hann hafa unnið háa upphæð í lottó útdrætti á Spáni.
Við skoðun á tilkynningunni og upplýsingum sem fram koma í henni hefur komið í ljós að um falska tilkynningu er að ræða. Lögreglan brýnir fyrir fólki sem fær slíkar tilkynningar, sem litið geta út fyrir að vera mjög trúverðugar, að tilkynna þær til lögreglu og umfram allt alls ekki senda persónulegar upplýsingar frá sér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.