Sv.fél. Skagafjörður leitar að íþróttafulltrúa á Frístundasviði
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða íþróttafulltrúa á Frístundasvið. Um er að ræða nýtt 100% starf.
Íþróttafulltrúi mun vinna ásamt forstöðumanni Húss frítímans og Frístundastjóra að framkvæmd íþrótta-forvarna-og æskulýðsmála í sveitarfélaginu.
Starfssvið
Ábyrgð á rekstri og daglegri stjórnun íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu
Áætlanagerð, fjármálastjórnun
Þátttaka í stefnumótun og uppbyggingu íþróttamála og íþróttamannvirkja
Þátttaka í uppbyggingu á faglegu starfi með íþróttahreyfingunni
Ábyrgð á framkvæmd forvarnaáætlunar er snýr að heilsueflingu og almenningsíþróttum.
Ábyrgð á starfsmanna- og starfsþróunarmálum íþróttamannvirkja
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði viðskipta, stjórnunar, mannauðsstjórnunar er æskileg
• Starfsreynsla af sviði rekstrar, stjórnunar eða mannauðsstjórnunar
• Góð þekking á íþróttum og reynsla af íþróttastarfi
• Rík þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum, jafnt við fullorðna og börn
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Með vísan til jafnréttisstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starfið. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Upplýsingar veita María Björk Ingvadóttir, Frístundastjóri (mariabjork@skagafjordur.is) og Guðmundur Guðlaugsson, Sveitarstjóri ( gudmundur@skagafjordur.is)
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.