Sveitastjórnarmenn á leið til Brussel

Opnir dagar (e. Open Days) Evrópusambandsins verða haldnir í Brussel dagana 5. - 8. október n.k. Líkt og á síðasta ári munu Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra vera aðilar að málstofum Norðurslóðanetsins.
Megináhersla Open Days að þessu sinni skiptist í fjögur þemu, þ.e.
Endurreisn - nýsköpun í héruðum og sveitarfélögum
Loftslagsbreytingar - aðgerðir héraða og sveitarfélaga
Samstarf - samstarfsverkefni
Horft fram á við - framtíðarbyggðastefna Evrópusambandsins
Norðurslóðanetið mun standa fyrir tveimur málstofum, þ.e. annarsvegar málstofu um endurnýtanlega orkugjafa og hinsvegar málstofu um svæðasamtarf við Barentshaf.  Það verður Páll Brynjarsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð, sem mun tala fyrir hönd íslensku landshlutasamtakanna um nýtingu jarðhita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir