Sveitarstjórn mótmælir harðlega niðurskurði fjárframlaga til Heilbrigðisstofnunarinnar

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar skoraði á síðasta fundi sínum á

á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki

Í ályktun sveitastjórnar segir að Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki verði  fyrir á fjárlögum ársins 2010 niðurskurði sem sé langt umframflestar aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu. Í ályktuninni segir; - Með boðuðum niðurskurði er vegið að grunnstoðum skagfirsks samfélags og velferðarþjónustu í héraðinu. Lýst er miklum áhyggjum yfir þeirri skerðingu á þjónustu sem framundan er. Þá er algerlega óviðunandi að þjónusta ljósmæðra við barnshafandi konur verði skert og fæðingardeild Heilbrigðisstofnunarinnar lokað.
Sveitarstjórn skorar því enn og aftur á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir