Sveitarfélagið reki Heilbrigðisstofnunina

Á fund byggðarráðs Skagafjarðar í morgun komu fulltrúar Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki til viðræðu um málefni stofnunarinnar með tilliti til hugmynda heilbrigðisráðuneytis um sameiningar heilbrigðisstofnana á Norðurlandi.

Hyggst byggðaráð óska eftir viðræðum við heilbrigðisráðherra um yfirtöku Sveitarfélagsins Skagafjarðar á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki. Gunnar Bragi Sveinson formaður byggðaráðs segir að ástæða þessa sé að um mjög stóra samneiningu sé að ræða sem geti leitt af sér skerta þjónustu á Sauðárkróki vegna niðurskurðar í hagræðingarferli sem henni fylgdi.

 –Við viljum með þessu tryggja áfram góða þjónustu. Stofnunin hefur verið vel rekin og við væntum þess að svo geti verið áfram. Við munum óska eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið hvaða leiðir eru færar, segir Gunnar Bragi.
-Sveitarfélagið myndi taka við þeim fjárlagaramma sem stofnuninni er ætlaður. Þetta form þekkist annarsstaðar s.s. á Hornafirði og Akureyri en heilsugæslan þar er rekin af Akureyrarbæ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir