Sveitarfélagið gefur fólki frí
feykir.is
Skagafjörður
09.01.2009
kl. 13.37
Sveitarfélagið Skagafjörður mælist til þess að stofnanir þess gefi starfsfólki frí til að fara á borgarafundinn sem hefst kl. 4.
Forstöðumenn stofnana fengu tölvupóst þar sem mælst er til þess að fólki væri gefið frí þar sem það er hægt. Ekki er það mögulegt allstaðar s.s. á sambýlum eða sundlaugum svo einhverjar stofnanir séu nefndar.
Fundurinn hefst kl. 16 og er haldinn í sal Fjölbrautaskólans.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.