Sveitamarkaður í Ljósheimum um helgina

Sveitamarkaður verður haldin í Ljósheimum laugardaginn 29. ágúst en á markaðnum verður heimilt að koma með bæði notað og nýtt, handverk, ber sultur, grænmeti og fleira og fleira.

 

 

Þá verða veitt verðlaun fyrir bestu sultuna, besta bláberjapæið og besta rabbabarapæið.

Öllum er frjálst að koma og selja en söluaðilar verða þó að hafa samband við Sigrúnu í síma 8684204 ekki síðar en 24. ágúst.

 

Sigrún lofar ýmsum uppákomum í Ljósheimum auk þess sem boði verður upp á kjötsúpu og Töðugjalda kaffihlaðborð.

 

Nú er um að gera að losa sig við stöku bollapörin kakókönnurnar og fleira sem liggur inni í geymslum, ónotaðar brauðvélar, fótanuddtæki, lítið notaða skó, kápur, úlpur skólatöskur, leikföng og fleira og fleira. Umframbirgðir af sultu, berjum og jafnvel nýjum kartöflum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir